Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:00 Patrick Mahomes má ekki fagna hvernig sem er í NFL-deildinni. Vísir/Getty NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“ NFL Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Sjá meira
Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“
NFL Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti