„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 14:30 Atli Þór Fanndal var ráðinn samskiptastjóri Pírata í byrjun maí. Hann er þegar hættur. Aðsend Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25