Úkraínski heimsmeistarinn handtekinn á flugvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2024 09:32 Oleksandr Usyk var handjárnaður í flugvelli í Kraká. Hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk, heimsmeistari í þungavigt, hefur verið látinn laus eftir að hafa verið handtekinn á flugvelli í Póllandi. Forseti Úkraínu blandaði sér í málið. Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður. Box Úkraína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Sjá meira
Usyk var handtekinn á flugvelli í Kraká í gær. Á myndbandi sáust einkennisklæddir menn leiða hann í burtu í handjárnum. ‼️ Oleksandr Usyk has seemingly been arrested at Krakow Airport in Poland today, though full information about the situation is currently unknown…pic.twitter.com/W2fLnxgCPF— Michael Benson (@MichaelBensonn) September 17, 2024 Ekki er vitað af hverju Usyk var handtekinn en honum hefur nú verið sleppt úr haldi, meðal annars fyrir tilstuðlan Volódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég ræddi við Usyk í síma þegar hann var handtekinn. Ég var reiður vegna framkomunnar í garð borgara okkar og meistara,“ skrifaði Selenskí á Telegram. „Ég skipaði utan- og innanríkisráðherra að komast að öllu um handtökuna. Um leið og mér var tjáð að allt væri í lagi var meistaranum okkar sleppt.“ Samkvæmt teymi Usyks og honum sjálfum var um misskilning að ræða. Hann kvaðst einnig ánægður með að málið hafi verið leyst. Usyk var á leiðinni til London til að fylgjast með bardaga Anthonys Joshua og Daniels Dubois um helgina. Usyk varð heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa sigrað Tyson Fury í maí. Þeir eiga að mætast aftur 21. desember. Usyk hefur unnið alla 22 bardaga sína sem atvinnumaður.
Box Úkraína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Sjá meira