Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 09:56 Hópurinn sem kom að gerð Shogun þáttanna var hæstánægður á Emmy verðlaunahátíðinni í nótt. Kevin Mazur/Getty Images Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira