Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 11:32 Það var ekki séns fyrir Willis að kasta boltanum sem var þakinn í ælu. Stacy Revere/Getty Images Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn. Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina. NFL Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.
NFL Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira