Madden bölvunin náði í nýtt fórnarlamb í NFL deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 11:02 Christian McCaffrey á fullri ferð með boltann þegar San Francisco 49ers spilaði i síðasta Super Bowl. Getty/Steph Chambers Besti hlaupari NFL-deildarinnar missti af fyrstu umferðinni um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar heldur ekki næstu fjóra leiki síns liðs. San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024 NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024
NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum