Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Innlent Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Innlent Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Innlent „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Innlent Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Innlent Fleiri fréttir Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Innlent Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Innlent Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Innlent Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Innlent Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Innlent Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Innlent Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Innlent „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Innlent Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Innlent Fleiri fréttir Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður „Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Ríkisstjórn í vanda stödd Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð „Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Sjá meira