Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 11:31 Máni var með báða fætur á jörðinni og kom honum því vel á óvart að það rokseldist á jólatónleika IceGuys. Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira