Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 21:42 Heimir Guðjónsson Vísir/Hulda Margrét FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
„Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira