Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 23:05 Lára V. Júlíusdóttir lögmaður segir lög um orlof kveða á um lágmarksrétt en ekki ógilda rýmra samkomulag milli atvinnuveitanda og launþega. Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við. Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við.
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira