„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:30 Ana Barbosu horfir hér upp á stigatöfluna og sér að það er búið að breyta úrslitunum. Hún var þar með búin að missa bronsið sem hún hélt hún hefði unnið en sú rúmenska mun fá það aftur á endanum. Getty/Tim Clayton Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa. Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira
Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira