Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Klopp mættur aftur til Dortmund og mun þjálfa um helgina Fótbolti Mendy mætir Man City í dómsal Enski boltinn Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Fótbolti Sjáðu mörkin: Hornspyrnur Íslands gulls ígildi Fótbolti Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Enski boltinn Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Fótbolti Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Fótbolti Úr krílaleikfimi á KR völlinn Íslenski boltinn Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Fótbolti Selja bjór til minningar um Fidda Handbolti Fleiri fréttir Rodrygo hetja Brasilíu og varamennirnir gerðu sitt hjá Argentínu Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Mendy mætir Man City í dómsal Dagskráin í dag: Forkeppni Meistaradeildarinnar, Þjóðadeildin og Besta Klopp mættur aftur til Dortmund og mun þjálfa um helgina Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Sjáðu mörkin: Hornspyrnur Íslands gulls ígildi Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“ Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar „Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Tyrkir héldu út manni færri í Wales „Kominn tími til að vinna leik í þessari deild“ „Setti hann einmitt svona á æfingu“ Samfélagsmiðlarnir: „Ég og Sigga Kling finnum svona á okkur“ Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Arnór hafði betur gegn Guðmundi „Getur farið þangað og brosað framan í þá þegar við erum búnir að klára Wales“ Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Ótrúlegt gengi Rosengård ætlar engan endi að taka Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku Byrjunarlið Íslands: Gylfi Þór snýr aftur Uppgjörið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Steingeldir Norðmenn í Astana Selja bjór til minningar um Fidda „Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Klopp mættur aftur til Dortmund og mun þjálfa um helgina Fótbolti Mendy mætir Man City í dómsal Enski boltinn Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Fótbolti Sjáðu mörkin: Hornspyrnur Íslands gulls ígildi Fótbolti Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Enski boltinn Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Fótbolti Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Fótbolti Úr krílaleikfimi á KR völlinn Íslenski boltinn Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Fótbolti Selja bjór til minningar um Fidda Handbolti Fleiri fréttir Rodrygo hetja Brasilíu og varamennirnir gerðu sitt hjá Argentínu Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Myndasyrpa frá fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni Mendy mætir Man City í dómsal Dagskráin í dag: Forkeppni Meistaradeildarinnar, Þjóðadeildin og Besta Klopp mættur aftur til Dortmund og mun þjálfa um helgina Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Sjáðu mörkin: Hornspyrnur Íslands gulls ígildi Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“ Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar „Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Tyrkir héldu út manni færri í Wales „Kominn tími til að vinna leik í þessari deild“ „Setti hann einmitt svona á æfingu“ Samfélagsmiðlarnir: „Ég og Sigga Kling finnum svona á okkur“ Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Arnór hafði betur gegn Guðmundi „Getur farið þangað og brosað framan í þá þegar við erum búnir að klára Wales“ Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Ótrúlegt gengi Rosengård ætlar engan endi að taka Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku Byrjunarlið Íslands: Gylfi Þór snýr aftur Uppgjörið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Steingeldir Norðmenn í Astana Selja bjór til minningar um Fidda „Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sjá meira