Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Njarðvík fær tvo Össur í liði með 22 verðlaunahöfum í París Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Valin best þriðju vikuna í röð Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ „Erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði“ Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Njarðvík fær tvo Össur í liði með 22 verðlaunahöfum í París Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Valin best þriðju vikuna í röð Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ „Erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði“ Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sjá meira