Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira