Mætti eins og „Clark Kent“ og tryggði liði sínu verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 09:01 Stephen Nedoroscik með bronsverðlaunin til vinstri og að taka af sér gleraugun til hægri. Getty/Tim Clayton Bandaríska karlalandsliðið í fimleikum vann sín fyrstu Ólympíuverðlaun í liðakeppni í sextán ár þegar þeir bandarísku fengu bronsverðlaun í liðakeppni á ÓL í París. Einn liðsmaður Bandaríkjamanna sló í gegn á samfélagsmiðlum enda var eins og um sérstakt útkall hafi verið að ræða. Fimleikamaðurinn Stephen Nedoroscik var í bandaríska bronsliðinu ásamt Asher Hong, Paul Juda, Brody Malone og Frederick Richard en það var Nedoroscik sem átti sviðsljósið í netmiðlum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Nedoroscik var eingöngu í liðinu til að gera æfingar á bogahesti. Það þótti umdeilt að hann væri í liðinu þrátt fyrir að gera engar æfingar á öðrum áhöldum. Það sáu hinir liðsmennirnir um. Nedoroscik þurfti síðan að bíða þolinmóður í meira en tvo klukkutíma þangað til loksins kom að honum. Það náðust myndir af honum þar sem hann leit út fyrir að vera sofnaður en var þá í andlegum undirbúningi fyrir keppnina. Myndavélarnar voru síðan á Nedoroscik þegar hann tók af sér gleraugun og skipti yfir í keppnishaminn. Það kom því ekki á óvart að netverjar fóru að líkja honum við „Clark Kent“ þegar hann breyttist í Súperman. Það var líka sannkölluðu Súperman frammistaða hjá Nedoroscik á bogahestinum. Hann fékk frábæra einkunn, 14.866, sem þýddi að bandaríska liðið endaði með of 257.793 stig. Aðeins Japan og Kína voru ofar og bandarísku karlarnir voru á verðlaunapalli í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Einn liðsmaður Bandaríkjamanna sló í gegn á samfélagsmiðlum enda var eins og um sérstakt útkall hafi verið að ræða. Fimleikamaðurinn Stephen Nedoroscik var í bandaríska bronsliðinu ásamt Asher Hong, Paul Juda, Brody Malone og Frederick Richard en það var Nedoroscik sem átti sviðsljósið í netmiðlum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Nedoroscik var eingöngu í liðinu til að gera æfingar á bogahesti. Það þótti umdeilt að hann væri í liðinu þrátt fyrir að gera engar æfingar á öðrum áhöldum. Það sáu hinir liðsmennirnir um. Nedoroscik þurfti síðan að bíða þolinmóður í meira en tvo klukkutíma þangað til loksins kom að honum. Það náðust myndir af honum þar sem hann leit út fyrir að vera sofnaður en var þá í andlegum undirbúningi fyrir keppnina. Myndavélarnar voru síðan á Nedoroscik þegar hann tók af sér gleraugun og skipti yfir í keppnishaminn. Það kom því ekki á óvart að netverjar fóru að líkja honum við „Clark Kent“ þegar hann breyttist í Súperman. Það var líka sannkölluðu Súperman frammistaða hjá Nedoroscik á bogahestinum. Hann fékk frábæra einkunn, 14.866, sem þýddi að bandaríska liðið endaði með of 257.793 stig. Aðeins Japan og Kína voru ofar og bandarísku karlarnir voru á verðlaunapalli í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira