Hnefaleikaþjálfari Samóa bráðkvaddur í Ólympíuþorpinu Siggeir Ævarsson skrifar 28. júlí 2024 07:59 Lionel Fatupaito með heiminn á herðum sér Facebook Lionel Fatupaito Lionel Fatupaito, hnefaleikaþjálfari Samóa, fékk hjartastopp í Ólympíuþorpinu á föstudagsmorgun og var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Fatupaito, sem var 60 ára, kvartaði undan verkjum rétt fyrir opnunarathöfn leikanna og var í kjölfarið fylgt upp á herbergi sitt í þorpinu. Á leiðinni þangað fékk hann hjartastopp og þrátt fyrir skjót viðbrögð viðbragðsaðila báru endurlífgunartilraunir þeirra ekki árangur. Ato Plodzicki-Faoagali keppir fyrir hönd Samóa í hnefaleikum á Ólympíuleikunum og hann minntist þjálfara síns með hlýhug á Facebook í gær. Þá hefur Alþjóða hnefaleikasambandið einnig gefið út yfirlýsingu og vottað aðstandendum Fatupaito samúð sína. „Við hjá Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Lionel Elika Fatupaito, landsliðsþjálfara Samóa í hnefaleikum, innilegar samúðarkveðjur, en hann féll frá á hryggilegan hátt í París 2024. Ástríða Lionels og hollusta hans fyrir íþróttinni hefur markað óafmáanlegt spor á hnefaleikasamfélagið. Arfleifð hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur. Hugur okkar og bænir eru hjá keppendum Samóa og öllum þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu djúpstæða áfalli.“ Yfirvöld í París hafa þegar staðfest að andlát Fatupaito hafi verið af náttúrulegum orsökum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Fatupaito, sem var 60 ára, kvartaði undan verkjum rétt fyrir opnunarathöfn leikanna og var í kjölfarið fylgt upp á herbergi sitt í þorpinu. Á leiðinni þangað fékk hann hjartastopp og þrátt fyrir skjót viðbrögð viðbragðsaðila báru endurlífgunartilraunir þeirra ekki árangur. Ato Plodzicki-Faoagali keppir fyrir hönd Samóa í hnefaleikum á Ólympíuleikunum og hann minntist þjálfara síns með hlýhug á Facebook í gær. Þá hefur Alþjóða hnefaleikasambandið einnig gefið út yfirlýsingu og vottað aðstandendum Fatupaito samúð sína. „Við hjá Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Lionel Elika Fatupaito, landsliðsþjálfara Samóa í hnefaleikum, innilegar samúðarkveðjur, en hann féll frá á hryggilegan hátt í París 2024. Ástríða Lionels og hollusta hans fyrir íþróttinni hefur markað óafmáanlegt spor á hnefaleikasamfélagið. Arfleifð hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur. Hugur okkar og bænir eru hjá keppendum Samóa og öllum þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu djúpstæða áfalli.“ Yfirvöld í París hafa þegar staðfest að andlát Fatupaito hafi verið af náttúrulegum orsökum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn