Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 11:48 Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum Gaemi í Manila, höfuðborgar Filippseyja, á miðvikudag. Aukin úrkomuákefð er á meðal þess sem reikna má með á hlýnandi jörðu. AP/Joeal Capulitan Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira