Úr skúrnum á Ólympíuleika: „Laugin löngu farin á haugana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein þeirra Íslendinga sem býr sig undir Ólympíuleikana í París sem verða settir á föstudaginn næsta. Það hefur gengi á ýmsu hjá henni. Valur Páll Eiríksson settist niður með Guðlaugu á dögunum. Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Þríþraut Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira
Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Þríþraut Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira