„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri. Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47