Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 16:15 Derrick Henry er enginn meðalmaður. Hann kveður nú Tennessee Titans eftir sjö ár. Getty/ Justin Ford NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn. Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sjá meira
Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sjá meira