Guðlaug Edda og Hákon fánaberar Íslands á Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 06:31 Fánaberar Íslands verða þau Guðlaug Edda Hannesdóttir sem keppir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson sem keppir í haglabyssuskotfimi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið þau Guðlaugu Eddu Hannesdóttur og Hákon Þór Svavarsson til að vera fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París 2024. Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira