Stefnir á úrslit í París: „Þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2024 12:30 Anton Sveinn McKee er með langmestu Ólympíureynsluna af íslenskum keppendunum í ár. vísir/bjarni Anton Sveinn McKee er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika þar sem hann keppir í hundrað og tvö hundruð metra bringusundi. Hann stefnir á að komast í úrslit á leikunum í París. Anton segir mikinn heiður að keppa fyrir hönd Íslands á stærsta íþróttamóti heims. „Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Sjá meira
„Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Sjá meira