Ásta Eir: Ég er allavegana ekkert að pæla í því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. júlí 2024 20:37 Ásta Eir Árnadóttir og stöllur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægð með okkur,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir öruggan 0-4 sigur á FH í Kaplakrika í Bestu deild kvenna. „Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
„Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15