„Þetta var smá stressandi“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 25. júní 2024 20:45 Berglind Rós Ágústsdóttir stekkur manna hæst á myndinni. Twitter@KIFOrebro „Þetta er mjög ljúft, þetta var sigur sem var ótrúlega góður. Við erum að mæta mjög góðu Þór/KA liði og þetta er erfiður heimavöllur. Við vissum það þannig við erum mjög ánægðar með stigin,“ sagði Berglind Rós Ágústdóttir fyrirliði Vals eftir endurkomu sigur á Þór/KA, lokatölur 2-1. Fyrri hálfleikur var með öllu tíðindalaus en Valur hélt betur í boltann án þess þó að ná að skapa sér færi. „Fyrri hálfleikur var ekki slæmur en heldur ekki mjög góður. Við vorum ekki að skapa okkur rosalega mikið, bæði liðin voru að gera sitt. Í seinni hálfleik komu Þór/KA sterkar inn og ná inn þessu marki. Þegar við fengum það á okkur að þá ákváðum við að rífa okkur í gang, betra seint en aldrei.“ Valur náði ekki inn jöfnunarmarki fyrr en á 85. mínútur en hafði þá náð að pressa Þór/KA vel. „Við gerðum þetta smá stressandi. Fanndís komst í dauðafæri og svona en við náum að klára þetta sem er bara mjög gott.“ Hvernig var að sjá boltann inni þegar þið jafnið? „Þetta er svo gott móment, þótt við höfum bara verið að jafna þarna að þá var þetta sigurtilfinning að ná þessu marki inn. Auðvitað skorar maður í leik en þarna erum við undir, búnar að fá dauðafæri og loksins skorum við. Þetta var á ca. 85 mínútu þannig þetta var ljúft. Svo að setja inn annað markið að það var bara ennþá betra.“ Þessi sigur er Val mjög mikilvægur í toppbaráttunni. „Þessi stig gera það að verkum að þetta kemur okkur lengra frá Þór/KA og kemur okkur nær toppnum. Við erum þá efstar með Breiðabliki þannig þetta var mikilvægur sigur.“ Framundan eru undanúrslitin í bikarnum. Valur mætir Þrótti á föstudaginn kemur. „Við erum mjög spenntar, við ætlum alla leið. Við ætlum að halda áfram að gera það sem við gerum vel og vonandi skilar það okkur í úrslitin. Þetta verður erfiður leikur, ég hvet alla til að koma og horfa.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Fyrri hálfleikur var með öllu tíðindalaus en Valur hélt betur í boltann án þess þó að ná að skapa sér færi. „Fyrri hálfleikur var ekki slæmur en heldur ekki mjög góður. Við vorum ekki að skapa okkur rosalega mikið, bæði liðin voru að gera sitt. Í seinni hálfleik komu Þór/KA sterkar inn og ná inn þessu marki. Þegar við fengum það á okkur að þá ákváðum við að rífa okkur í gang, betra seint en aldrei.“ Valur náði ekki inn jöfnunarmarki fyrr en á 85. mínútur en hafði þá náð að pressa Þór/KA vel. „Við gerðum þetta smá stressandi. Fanndís komst í dauðafæri og svona en við náum að klára þetta sem er bara mjög gott.“ Hvernig var að sjá boltann inni þegar þið jafnið? „Þetta er svo gott móment, þótt við höfum bara verið að jafna þarna að þá var þetta sigurtilfinning að ná þessu marki inn. Auðvitað skorar maður í leik en þarna erum við undir, búnar að fá dauðafæri og loksins skorum við. Þetta var á ca. 85 mínútu þannig þetta var ljúft. Svo að setja inn annað markið að það var bara ennþá betra.“ Þessi sigur er Val mjög mikilvægur í toppbaráttunni. „Þessi stig gera það að verkum að þetta kemur okkur lengra frá Þór/KA og kemur okkur nær toppnum. Við erum þá efstar með Breiðabliki þannig þetta var mikilvægur sigur.“ Framundan eru undanúrslitin í bikarnum. Valur mætir Þrótti á föstudaginn kemur. „Við erum mjög spenntar, við ætlum alla leið. Við ætlum að halda áfram að gera það sem við gerum vel og vonandi skilar það okkur í úrslitin. Þetta verður erfiður leikur, ég hvet alla til að koma og horfa.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira