Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 08:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir ætlaði sér að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Hér er hún á leikunum í Tókýó. Getty/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum. Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira