Níu ára strákur lést eftir slys í mótorhjólakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 07:30 Lorenzo Somaschini hafði þegar vakið mikila athygli fyrir hæfileika sína á mótorhjólinu. @lolosomaspro Lorenzo Somaschini þótti einn efnilegasti mótorhjólakappi sem hefur komið fram í Argentínu en örlögin komu í veg fyrir að við fáum að sjá hann keppa aftur. Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Akstursíþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Akstursíþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira