Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 21:01 Scooter Braun. getty Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira