Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 21:45 Lia Thomas fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira