Torfbærinn í Vesturbænum sem stóð fram á níunda áratuginn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. júní 2024 09:01 Úr Vísi 26. október 1978. Tímarit.is Þegar síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn voru Blúsbræðurnir í bíóhúsum bæjarins, Bubbi var nýbúinn að gefa út Ísbjarnarblús og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti Íslands í rúmt hálft ár. Á horni Suðurgötu og Eggertsgötu, þar sem nú er bílastæði við Hjónagarða, stóð torfbærinn Litla-Brekka og hann var ekki rifinn fyrr en árið 1981. „Það var ekkert torfbæjarlegt að innan, þó það hafi litið þannig út að utan. Það var það sem flestir urðu ábyggilega mest hissa á,“ segir Jón Eiríksson í samtali við fréttastofu. Hann er dóttursonur Ingibjargar Jónsdóttur, sem fæddist og ólst upp í Litlu-Brekku. Hann var tíður gestur á bænum á yngri árum og kom oft í heimsókn til ömmu sinnar. Á lóðinni sem Litla-Brekka var byggð árið 1918 var bær þegar úr timbri en hann var farinn að láta sjá verulega á sér og ákveðið var að reisa skyldi nýjan og úr torfi að þessu sinni. Bærinn var þiljaður með timbri sem fenginn var úr flutningakössum. Í bænum voru þrjú lítil herbergi, eldhús og lítil viðbygging. Litla-Brekka var rifin árið 1981.Jón Eiríksson Húsið sjálft var um fjörutíu til fimmtíu fermetrar og bjó Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður og verkalýðsleiðtogi þar með systkinum og foreldrum og voru þau 9 þegar mest var. Þakið var bárujárnsklætt en lagt torfi og veggurinn hlaðinn úr torfi og grjóti. Þegar Litla-Brekka var endurbyggð árið 1918 af Sigurði Eyjólfssyni, föður Eðvarðs Sigurðssonar, þótti afar óvenjulegt að ný hús skyldu vera byggð með torfi en á þessum árum var þröngt í búi hjá mörgum fjölskyldum í og við borgina. Harðindi orsökuðu efniviðarvalið Heimsstyrjöldinni fyrri fylgdi mikil kreppa og vöruverð hækkaði úr samræmi við kaup. Bæjarstjórn vildi þó bregðast við lélegu húsnæðisframboði og gaf út sérstaka heimild til að byggja úr efnum sem annars mátti ekki byggja úr innan bæjarmarkanna. Fjölskylda Eðvarðs var þó sú eina, eftir því sem blaðamaður fær best skilið, sem ákvað að byggja torfbæ. Í viðtali sem fréttamaður Tímans tók við Eðvarð í desember ársins 1967 var hann spurður hvort það hefðu verið þjóðlegir tilburðir sem orsökuðu þetta þegar þá gamaldags val á efniviði. Snæviþakin Litla-Brekka.Jón Eiríksson „Jú, ætli það hafi ekki verið vegna vanefna. En bærinn er reyndar ekki svo gamaldags, sem margur hyggur. Þar er hvorki moldargólf né skarsúð, heldur hefur bærinn frá öndverðu verið klæddur með timbri. Enda þótt bærinn sé býsna lítill, séð að utan, er hann furðu rúmgóður, og þar hefur jafnan verið margt í heimili. Við vorum til dæmis fimm systkini, sem ólumst þarna upp ásamt móður okkar, en faðir okkar, sem var sjómaður, lézt árið 1921. Að jafnaði höfum við 4-5 búið í litla bænum, þar til nú, er ég bý þar einn.“ er haft eftir Eðvarði Sigurðssyni í sérstöku jólablaði Tímans í desember 1967. Sennilega hægara að flytja Litlu-Brekku en Keili Það er í raun furða að bærinn hafi fengið að standa svo lengi sem hann gerði. Bæjarstæðið var horn í síðu borgaryfirvalda lengst af vegna þess að lóðin skagaði út á fyrirhugaða Suðurgötu og gerði það af völdum að gatnagerðarmenn þurftu að sneiða fram hjá Litlu-Brekku. „Það er sennilega hægara að flytja Litlu-Brekku en Keili,“ sagði Eðvarð því auðvitað átti Keilir að vera fyrir götunni miðri eins og í dag. Úr Vísi 6. febrúar 1981Tímarit.is Til stóð að flytja húsið á Árbæjarsafn þeirri tillögu hafnaði fjölskyldan með afgerandi hætti. „Fólkið sem fæddist þar og ólst þar upp sagði bara: „Nei takk!“ Ef Keilir er ekki á bakvið þá er Litla-Brekka ekki á réttum stað,“ segir Jón Eiríksson, systursonur Eðvarðs. Reifað að gera bæinn að stúdentaíbúð Sú hugmynd var reifuð að Félagsstofnun stúdenta skyldi eignast húsið og að það yrði flutt aðeins nær Hjónagörðum. Það yrði gert upp og notað sem ein af íbúðum þeirra. Að lokum var þó ákveðið að húsið skyldi vera rifið. Þann þriðja febrúar ársins 1981 var húsið rifið og síðasti torfbærinn í Reykjavík allur. Í dag eru á bæjarstæðinu tvö, þrjú bílastæði og göngustígur. Í viðtali sínu við Tímann árið 1967 viðraði Eðvarð nokkuð frumlega hugmynd um byggingu nýrra hverfa í Reykjavík sem voru þá að rísa hvað eftir öðru við jaðar borgarinnar. „Það er leiðinlegt, að gamla byggingarlagið hafi algjörlega verið látið víkja fyrir nýrri tízku. Ég myndi halda að gaman væri að byggja íbúðarhverfi í þessum stíl, en með efnum og tækni, sem við höfum tileinkað okkur á síðustu tímum. Þetta væri áreiðanlega skemmtilegt viðfangsefni, því að þessi still er verulega fallegur,“ hefur Tíminn eftir Eðvarði Sigurðssyni. Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
„Það var ekkert torfbæjarlegt að innan, þó það hafi litið þannig út að utan. Það var það sem flestir urðu ábyggilega mest hissa á,“ segir Jón Eiríksson í samtali við fréttastofu. Hann er dóttursonur Ingibjargar Jónsdóttur, sem fæddist og ólst upp í Litlu-Brekku. Hann var tíður gestur á bænum á yngri árum og kom oft í heimsókn til ömmu sinnar. Á lóðinni sem Litla-Brekka var byggð árið 1918 var bær þegar úr timbri en hann var farinn að láta sjá verulega á sér og ákveðið var að reisa skyldi nýjan og úr torfi að þessu sinni. Bærinn var þiljaður með timbri sem fenginn var úr flutningakössum. Í bænum voru þrjú lítil herbergi, eldhús og lítil viðbygging. Litla-Brekka var rifin árið 1981.Jón Eiríksson Húsið sjálft var um fjörutíu til fimmtíu fermetrar og bjó Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður og verkalýðsleiðtogi þar með systkinum og foreldrum og voru þau 9 þegar mest var. Þakið var bárujárnsklætt en lagt torfi og veggurinn hlaðinn úr torfi og grjóti. Þegar Litla-Brekka var endurbyggð árið 1918 af Sigurði Eyjólfssyni, föður Eðvarðs Sigurðssonar, þótti afar óvenjulegt að ný hús skyldu vera byggð með torfi en á þessum árum var þröngt í búi hjá mörgum fjölskyldum í og við borgina. Harðindi orsökuðu efniviðarvalið Heimsstyrjöldinni fyrri fylgdi mikil kreppa og vöruverð hækkaði úr samræmi við kaup. Bæjarstjórn vildi þó bregðast við lélegu húsnæðisframboði og gaf út sérstaka heimild til að byggja úr efnum sem annars mátti ekki byggja úr innan bæjarmarkanna. Fjölskylda Eðvarðs var þó sú eina, eftir því sem blaðamaður fær best skilið, sem ákvað að byggja torfbæ. Í viðtali sem fréttamaður Tímans tók við Eðvarð í desember ársins 1967 var hann spurður hvort það hefðu verið þjóðlegir tilburðir sem orsökuðu þetta þegar þá gamaldags val á efniviði. Snæviþakin Litla-Brekka.Jón Eiríksson „Jú, ætli það hafi ekki verið vegna vanefna. En bærinn er reyndar ekki svo gamaldags, sem margur hyggur. Þar er hvorki moldargólf né skarsúð, heldur hefur bærinn frá öndverðu verið klæddur með timbri. Enda þótt bærinn sé býsna lítill, séð að utan, er hann furðu rúmgóður, og þar hefur jafnan verið margt í heimili. Við vorum til dæmis fimm systkini, sem ólumst þarna upp ásamt móður okkar, en faðir okkar, sem var sjómaður, lézt árið 1921. Að jafnaði höfum við 4-5 búið í litla bænum, þar til nú, er ég bý þar einn.“ er haft eftir Eðvarði Sigurðssyni í sérstöku jólablaði Tímans í desember 1967. Sennilega hægara að flytja Litlu-Brekku en Keili Það er í raun furða að bærinn hafi fengið að standa svo lengi sem hann gerði. Bæjarstæðið var horn í síðu borgaryfirvalda lengst af vegna þess að lóðin skagaði út á fyrirhugaða Suðurgötu og gerði það af völdum að gatnagerðarmenn þurftu að sneiða fram hjá Litlu-Brekku. „Það er sennilega hægara að flytja Litlu-Brekku en Keili,“ sagði Eðvarð því auðvitað átti Keilir að vera fyrir götunni miðri eins og í dag. Úr Vísi 6. febrúar 1981Tímarit.is Til stóð að flytja húsið á Árbæjarsafn þeirri tillögu hafnaði fjölskyldan með afgerandi hætti. „Fólkið sem fæddist þar og ólst þar upp sagði bara: „Nei takk!“ Ef Keilir er ekki á bakvið þá er Litla-Brekka ekki á réttum stað,“ segir Jón Eiríksson, systursonur Eðvarðs. Reifað að gera bæinn að stúdentaíbúð Sú hugmynd var reifuð að Félagsstofnun stúdenta skyldi eignast húsið og að það yrði flutt aðeins nær Hjónagörðum. Það yrði gert upp og notað sem ein af íbúðum þeirra. Að lokum var þó ákveðið að húsið skyldi vera rifið. Þann þriðja febrúar ársins 1981 var húsið rifið og síðasti torfbærinn í Reykjavík allur. Í dag eru á bæjarstæðinu tvö, þrjú bílastæði og göngustígur. Í viðtali sínu við Tímann árið 1967 viðraði Eðvarð nokkuð frumlega hugmynd um byggingu nýrra hverfa í Reykjavík sem voru þá að rísa hvað eftir öðru við jaðar borgarinnar. „Það er leiðinlegt, að gamla byggingarlagið hafi algjörlega verið látið víkja fyrir nýrri tízku. Ég myndi halda að gaman væri að byggja íbúðarhverfi í þessum stíl, en með efnum og tækni, sem við höfum tileinkað okkur á síðustu tímum. Þetta væri áreiðanlega skemmtilegt viðfangsefni, því að þessi still er verulega fallegur,“ hefur Tíminn eftir Eðvarði Sigurðssyni.
Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira