Sport

Dag­skráin í dag: Stúkan, Lög­mál leiksins og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Boston Celtics eru einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar.
Boston Celtics eru einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Steven Ryan/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er leikur Fylkis og HK í Bestu deild karla í fótbolta á dagskrá. Ekki er langt síðan liðin mættust í bikarnum en þá vann Fylkir.

Klukkan 21.20 er Stúkan á dagskrá. Þar verður 8. umferð Bestu deildar karla gerð upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir það helsta í NBA-deildinni í körfubolta en úrslitaeinvígi Austur- og Vesturhluta hennar eru í fullum gangi.

Á miðnætti er fjórði leikur í einvígi Indiana Pacers og Boston Celtics á dagskrá. Um er að ræða úrslitin í Austurhluta NBA-deildarinnar og er Boston 3-0 yfir en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Vodafone Sport

Klukkan 17.00 er leikur Boston Red Sox og Baltimore Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá. Klukkan 21.00 er leikur Philadelphia Phillies og San Francisco Giants í sömu deild á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×