Lífið

Brauðtertuveisla í brauðtertusamkeppni á Sel­fossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tómas Þóroddsson og Silja Hrund með glæsilegar brauðtertur, sem taka þátt í samkeppni dagsins.
Tómas Þóroddsson og Silja Hrund með glæsilegar brauðtertur, sem taka þátt í samkeppni dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Átta manns skiluðu inn nokkrum brauðtertum og ostakökum í morgun í brauðtertu og ostakökusamkeppni Kaffi Krúsar og Konungskaffi á Selfossi. Brauðtertan, sem vinnur fer í sölu í Konungskaffi í nýja miðbænum í sumar og ostkakan á Kaffi Krús við Austurveg.

„Þátttakan er ótrúlega flott og terturnar og kökurnar, maður minn, það verður mikið verk hjá fimm manna dómnefnd keppninnar að smakka á þessu öllu og finna út hvaða brauðterta og ostakaka á skilið að vinna í þessari samkeppni, sem er fyrst og fremst til gamans gerð“, segir Tómas Þóroddsson, veitingamaður og eigandi staðanna á Selfossi.

Aðstandendur samkeppninnar, frá vinstri, Ísak Tómasson, Tómas Þóroddsson, Silja Hrund Einarsdóttir, Elín Erika Kristjánsdóttir og Kristján Eldjárn Þóroddsson. Brauðterturnar og ostakökurnar eru til sýnis við Konungskaffi í miðbænum til klukkan 14:00 en eftir það kemur að störfum dómnefndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Úrslit úr samkeppninni munu liggja fyrir síðdegis og verða þá gerð opinber.

Ein af keppnisbrauðtertunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×