Afmælisstemming hjá Eldstó á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2024 14:32 Helga Ingadóttir hjá Eldstó á Hvolsvelli en hún og hennar fólk bjóða gestum og gangandi að koma í afmæliskaffi til þeirra á morgun, sunnudaginn 26. maí þar sem boðið verður upp á ókeypis köku og kaffi á milli 15:00 og 17:00 í tilefni af 20 ára afmælinu. Aðsend Það verður blásið til veislu Hvolsvelli á morgun, sunnudag en þá fagnar eina kaffihús staðarins 20 ára afmæli og býður öllum, sem vilja upp á köku og kaffi í tilefni dagsins frá 15:00 til 17:00. Póstur og sími voru áður í húsnæðinu. Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða
Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira