Lífið

Stofutónleikar Bubba og Víkings Heiðars til stuðnings Katrínu

Jakob Bjarnar skrifar
Bubbi Morthens og Víkingur Heiðar hljóðrituðu stofutónleika, tóku upp þrjú lög sem þeir gefa út til stuðnings Katrínu Jakobsdóttur.
Bubbi Morthens og Víkingur Heiðar hljóðrituðu stofutónleika, tóku upp þrjú lög sem þeir gefa út til stuðnings Katrínu Jakobsdóttur.

Bubbi Morthens og Víkingur Heiðar gefa út stofutónleika til stuðnings Katrínu Jakobsdóttur. 

„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem einhver syngur með Víkingi Heiðari,“ segir Bubbi Morthens. Hann segir að Víkingi hafi fundist þessi lög sín falleg og þeir hafi orðið sammála um að þetta gæti verið frá þeim tveimur til Katrínar.

„Og allra landsmanna,“ segir Bubbi. 

Um er að ræða flutning á þremur lögum Bubba: Fallegur dagur, Kveðja og Velkomin.

„Já, sem er lag sem ég gerði á plötu fyrir þremur árum. Velkominn flóttamaður, velkominn drykkjumaður, velkominn heimilislaus.“

Nú er aðeins vika til kosninga og Bubbi telur víst að nú fari róðurinn að herðast. 

„Nú er þetta spurning um hver kemur með höggið sem þú sérð ekki. Það rotar,“ segir Bubbi en vill svo sem ekki tjá sig mikið um kosningarnar á þessu stigi máls. Hann er meira að hugsa um þessa útgáfu sem er einstök. 

„Ragnar Kjartansson byrjar þetta með því að mála. Ég held að þetta sé sterkt. Við tókum þetta upp í fyrradag. Úti á Granda. Í beitningaskúr númer 77.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×