Lífið

Inga Lind selur í­búð við Valshlíð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Inga Lind Karlsdóttir hefur alltaf haft í nógu að snúast og er sannkölluð ofurkona. 
Inga Lind Karlsdóttir hefur alltaf haft í nógu að snúast og er sannkölluð ofurkona. 

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Um er að ræða 104 fermetrar eign með þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa, eldhús og borðstofa er í opnu, björtu og hlýlegu rými þar sem jarðlita tónar eru í aðalhlutverki.

Vegglistar í alrými íbúðarinnar gefa heildarmyndinni sjarmerandi og skandinavískt yfirbragð. Íbúðin er sérlega smekklega innréttuð þar sem fagurfræði og klassísk hönnun er í forgrunni.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

Inga Lind og Finnur deila áhuga á stangveiði

Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, og Finnur Harðarson fjárfestir og umsjónarmaður Stóru Laxár hafa látið vel að hvort öðru á opinberum vettvangi nýverið.

Hús Ingu Lindar það dýrasta sem selst hefur á Íslandi

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og einn eigenda Skot productions, seldi 760 fermetra einbýlishús sitt að Mávanesi 17 í Garðabæ á 850 milljónir króna. Um er að ræða dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×