Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 12:29 Skjaldborg hefur alltaf verið mjög vinsæl kvikmyndahátíð og vel sótt. Patrik Ontkovic Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is. Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is.
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira