Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:30 Tómas Ingvason er faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni um liðna helgi. Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát þrjátíu og tveggja ára karlmanns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla Hrauni í gærmorgun. Ekki er uppi grunur um saknæmt athæfi. Tómas berst fyrir umbótum á kerfinu sem sonur hans var fastur í. „Ég hef bara ekkert sofið og maður er í lausu lofti. Bróðir hans deyr fyrir sjö árum á sama degi.“ Á sama degi? „Já, og þess vegna vil ég fara með þetta í blöðin og eins langt og hægt er.“ Hvað kom fyrir bróður hans? „Hann fannst látinn inni á hótelherbergi á Alicante á Spáni. Hann var búinn að vera inni og úti á Litla-Hrauni og Sogni og allt saman líka og enginn hjálp fyrir hann og engin hjálp fyrir þennan númer tvö.“ Það sé stór pakki að missa tvo syni. „Ég ætla að reyna að koma til Íslands, ég ætla að halda áfram í blöðum, halda áfram að vinna að umbótum fyrir fanga á Litla-Hrauni; að fólk sé ekki að deyja í hrönnum inni á Litla-Hrauni. Þarna liggur hjartað mitt, í minningu hans.“ Tómas er gagnrýninn á fangelsismálayfirvöld. Þegar menn séu frelsissviptir séu þeir á ábyrgð fangelsismálayfirvalda og segir greinilegt að menn hafi ekki haft nægt eftirlit í ljósi þess hvernig fór. Þungbært að fara aftur inn á Litla-Hraun Hinn látni hafði bæði afplánað í lokuðu og opnu fangelsi og var kominn inn á áfangaheimilið Vernd en var gert að fara aftur inn á Litla-Hraun eftir meint brot og lést skömmu síðar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu segir þetta afar þungbæran tímapunkt fyrir fanga og að hlúa hefði þurft að andlegu hliðinni. „Það er áfall að fara í fangelsi og það er enn meira áfall þegar þú ert kominn í einhvers konar framför í kerfinu að þér sé kippt til baka, það er mjög erfitt.“ Hann er gagnrýninn á stjórnvöld og kallar eftir endurhæfingarstefnu. „Það segir sig sjálft, þegar við erum ekki með stefnu í fangelsismálum, að svona hlutir gerast. Ég verð að segja að ég er orðinn afar þreyttur á að koma í viðtal eftir viðtal og vekja athygli á þessu, að við þurfum stefnu í málaflokknum, við þurfum að taka upp endurhæfingarstefnu og vinna með fólki sem er þarna inni. Þetta er oft og tíðum veikt fólk og fólk sem þarf mikla aðstoð og andlega aðstoð, eins og í þessu tilfelli.“ Þetta hafi hann margsinnis bent á. „Menn eru í þessari hringiðu glæpa, fangelsa, heimilisleysis og þetta endar alltaf með ósköpum og fyrir samfélagið allt; við getum tekið á þessu, við getum komið í veg fyrir atvik eins og þessi og við getum komið í veg fyrir glæpi en við erum bara ekki að gera það, þetta er í boði yfirvalda.“ Tómasi finnst mikilvægt að fólk átti sig á að sonur hans hafi verið meira en vandamálin sem hann glímdi við. „Hann var bara ljós í lífinu mínu og hefur alltaf verið.“ Geðheilbrigði Fangelsismál Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát þrjátíu og tveggja ára karlmanns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla Hrauni í gærmorgun. Ekki er uppi grunur um saknæmt athæfi. Tómas berst fyrir umbótum á kerfinu sem sonur hans var fastur í. „Ég hef bara ekkert sofið og maður er í lausu lofti. Bróðir hans deyr fyrir sjö árum á sama degi.“ Á sama degi? „Já, og þess vegna vil ég fara með þetta í blöðin og eins langt og hægt er.“ Hvað kom fyrir bróður hans? „Hann fannst látinn inni á hótelherbergi á Alicante á Spáni. Hann var búinn að vera inni og úti á Litla-Hrauni og Sogni og allt saman líka og enginn hjálp fyrir hann og engin hjálp fyrir þennan númer tvö.“ Það sé stór pakki að missa tvo syni. „Ég ætla að reyna að koma til Íslands, ég ætla að halda áfram í blöðum, halda áfram að vinna að umbótum fyrir fanga á Litla-Hrauni; að fólk sé ekki að deyja í hrönnum inni á Litla-Hrauni. Þarna liggur hjartað mitt, í minningu hans.“ Tómas er gagnrýninn á fangelsismálayfirvöld. Þegar menn séu frelsissviptir séu þeir á ábyrgð fangelsismálayfirvalda og segir greinilegt að menn hafi ekki haft nægt eftirlit í ljósi þess hvernig fór. Þungbært að fara aftur inn á Litla-Hraun Hinn látni hafði bæði afplánað í lokuðu og opnu fangelsi og var kominn inn á áfangaheimilið Vernd en var gert að fara aftur inn á Litla-Hraun eftir meint brot og lést skömmu síðar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu segir þetta afar þungbæran tímapunkt fyrir fanga og að hlúa hefði þurft að andlegu hliðinni. „Það er áfall að fara í fangelsi og það er enn meira áfall þegar þú ert kominn í einhvers konar framför í kerfinu að þér sé kippt til baka, það er mjög erfitt.“ Hann er gagnrýninn á stjórnvöld og kallar eftir endurhæfingarstefnu. „Það segir sig sjálft, þegar við erum ekki með stefnu í fangelsismálum, að svona hlutir gerast. Ég verð að segja að ég er orðinn afar þreyttur á að koma í viðtal eftir viðtal og vekja athygli á þessu, að við þurfum stefnu í málaflokknum, við þurfum að taka upp endurhæfingarstefnu og vinna með fólki sem er þarna inni. Þetta er oft og tíðum veikt fólk og fólk sem þarf mikla aðstoð og andlega aðstoð, eins og í þessu tilfelli.“ Þetta hafi hann margsinnis bent á. „Menn eru í þessari hringiðu glæpa, fangelsa, heimilisleysis og þetta endar alltaf með ósköpum og fyrir samfélagið allt; við getum tekið á þessu, við getum komið í veg fyrir atvik eins og þessi og við getum komið í veg fyrir glæpi en við erum bara ekki að gera það, þetta er í boði yfirvalda.“ Tómasi finnst mikilvægt að fólk átti sig á að sonur hans hafi verið meira en vandamálin sem hann glímdi við. „Hann var bara ljós í lífinu mínu og hefur alltaf verið.“
Geðheilbrigði Fangelsismál Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52