„Eru að gefa fólki pening sem á þegar pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 14:30 Steve Redgrave með Ólympíugullverðlaunin sín fimm sem hann vann á leikunum 1984, 1988, 1992, 1996 og 2000. Getty/Shaun Botterill Steve Redgrave er fimmfaldur Ólympíumeistari en hann er ekki hrifinn af því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætli að verðlauna gullverðlaunahafa sína á Ólympíuleikunum í París með peningagjöf. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira