Sport

Dag­skráin í dag: Oddaleikur og nýliðaval

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bryce Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra af Carolina Panthers. Chicago Bears eiga fyrsta valrétt í ár.
Bryce Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra af Carolina Panthers. Chicago Bears eiga fyrsta valrétt í ár. Getty

Oddaleikur í Subway deild karla í körfubolta og nýliðavalið í NFL-deildinni ber hæst í dagskrá rása Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Allt er undir þegar Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Subway-deild karla í Ljónagryfjunni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.

Í kjölfarið fara Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar leikinn upp á svæðinu frá klukkan 21:10.

Stöð 2 Sport 2

Sjaldan hefur eftirvæntingin verið eins mikil fyrir nýliðavali í NFL-deildinni. Það er loks komið að því. Lið tilkynna völ sín í fyrstu umferðinni sem er á miðnætti í kvöld á Stöð 2 Sport 2.

Önnur og þriðja umferð eru á föstudagskvöld og umferðir fjögur til sjö á laugardag.

Golf og pílukast

Strax klukkan 11:00 hefst keppni á Opna suður-afríska mótinu í golfi á Evrópumótaröð kvenna. Það er í beinni á Vodafone Sport.

Úrvalsdeildin í pílukasti er þá á sínum stað á Vodafone Sport klukkan 18:00.

Þá geta golfáhugamenn einnig séð keppni á JM Eagle LA-meistaramótinu á LPGA mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×