Seldi upp á útgáfutónleika án útgáfu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 12:00 Það var mikið fjör á útgáfutónleikum ISSA. Aron Ingi Gestsson Síðastliðinn laugardag hélt tónlistarmaðurinn og rapparinn ISSI útgáfutónleika í Gamla Bíó fyrir væntanlega plötu sína 21. Platan er enn óútgefin en uppselt var á tónleikana. Í fréttatilkynningu segir: „ISSI kom kraftmikill inn í senuna árið 2021 þegar hann gaf út síngúlinn Keyra og fylgdi honum eftir með smáskífunni ISSI deposit. ISSI hefur verið með mikil læti í rappsenunni síðastliðin tvö árin en hefur ekki ennþá gefið út plötu. Upphitun var í höndum Big Joe og Tónhyl en einnig stigu Birnir, Daniil, Gísli Pálmi, Joey Christ, Krabbamane, Yung Nigo og Ízleifur með honum á svið og rifu þakið af húsinu. Mikil eftirspurn er búin að vera á óútgefnu plötu ISSA 21 en borgaði Gummi Kíró 1.000.000 krónur til þess að fá eintak af plötunni og á undan öllum ásamt tösku og er mikið umtal búið að vera í kringum 21 síðustu mánuði.“ Það er margt á döfinni hjá ISSA en hann segist mjög þakklátur fyrir viðtökurnar. „Mig langar að þakka öllum sem komu að því að láta þennan viðburð gerast, alla sem mættu upp á svið með mér og áhorfendum fyrir að koma og upplifa þetta með mér. Nú tekur við gigg tímabil í sumar, það er nóg um að vera og ég mun spila um allt land. Ég er strax byrjaður að plana með teyminu mínu fleiri tónleika og upplifanir. Svo er það bara að negla sér aftur í stúdíóið.“ Issi klæddist fatnaði frá merkinu Paranoid In Space en hönnuðurinn heitir Óskar Capaul og handsaumaði fjóra galla á tíu dögum fyrir tónleikana. View this post on Instagram A post shared by O skar Capaul (@oskarcapaul) Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum: Big Joe. Aron Ingi Gestsson Issi í trylltu fitti frá oskarcapaul með 21 á bakinu.Aron Ingi Gestsson Issi fór úr jakkanum. Aron Ingi Gestsson Strákarnir í Tónhyl fluttu nokkur lög. Aron Ingi Gestsson Daniil kom fram. Aron Ingi Gestsson Joey Christ líka en kvöldið var mikil rappveisla. Aron Ingi Gestsson Issi naut sín vel á sviðinu.Aron Ingi Gestsson Listamaðurinn Gunnar Dagur gerði grafíkina sem kom einstaklega vel út. Aron Ingi Gestsson Rapparinn Birnir var sömuleiðis merktur 21. Aron Ingi Gestsson Gunnar Dagur gerði tryllta grafík fyrir Birni. Aron Ingi Gestsson Issi og félagar í góðum gír. Aron Ingi Gestsson Gísli Pálmi lét sig ekki vanta. Aron Ingi Gestsson Yung Nico var drippin! Aron Ingi Gestsson Issi var í skýjunum með kvöldið. Aron Ingi Gestsson Félagarnir Issi og Yung Nico. Aron Ingi Gestsson Tónleikar á Íslandi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „ISSI kom kraftmikill inn í senuna árið 2021 þegar hann gaf út síngúlinn Keyra og fylgdi honum eftir með smáskífunni ISSI deposit. ISSI hefur verið með mikil læti í rappsenunni síðastliðin tvö árin en hefur ekki ennþá gefið út plötu. Upphitun var í höndum Big Joe og Tónhyl en einnig stigu Birnir, Daniil, Gísli Pálmi, Joey Christ, Krabbamane, Yung Nigo og Ízleifur með honum á svið og rifu þakið af húsinu. Mikil eftirspurn er búin að vera á óútgefnu plötu ISSA 21 en borgaði Gummi Kíró 1.000.000 krónur til þess að fá eintak af plötunni og á undan öllum ásamt tösku og er mikið umtal búið að vera í kringum 21 síðustu mánuði.“ Það er margt á döfinni hjá ISSA en hann segist mjög þakklátur fyrir viðtökurnar. „Mig langar að þakka öllum sem komu að því að láta þennan viðburð gerast, alla sem mættu upp á svið með mér og áhorfendum fyrir að koma og upplifa þetta með mér. Nú tekur við gigg tímabil í sumar, það er nóg um að vera og ég mun spila um allt land. Ég er strax byrjaður að plana með teyminu mínu fleiri tónleika og upplifanir. Svo er það bara að negla sér aftur í stúdíóið.“ Issi klæddist fatnaði frá merkinu Paranoid In Space en hönnuðurinn heitir Óskar Capaul og handsaumaði fjóra galla á tíu dögum fyrir tónleikana. View this post on Instagram A post shared by O skar Capaul (@oskarcapaul) Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum: Big Joe. Aron Ingi Gestsson Issi í trylltu fitti frá oskarcapaul með 21 á bakinu.Aron Ingi Gestsson Issi fór úr jakkanum. Aron Ingi Gestsson Strákarnir í Tónhyl fluttu nokkur lög. Aron Ingi Gestsson Daniil kom fram. Aron Ingi Gestsson Joey Christ líka en kvöldið var mikil rappveisla. Aron Ingi Gestsson Issi naut sín vel á sviðinu.Aron Ingi Gestsson Listamaðurinn Gunnar Dagur gerði grafíkina sem kom einstaklega vel út. Aron Ingi Gestsson Rapparinn Birnir var sömuleiðis merktur 21. Aron Ingi Gestsson Gunnar Dagur gerði tryllta grafík fyrir Birni. Aron Ingi Gestsson Issi og félagar í góðum gír. Aron Ingi Gestsson Gísli Pálmi lét sig ekki vanta. Aron Ingi Gestsson Yung Nico var drippin! Aron Ingi Gestsson Issi var í skýjunum með kvöldið. Aron Ingi Gestsson Félagarnir Issi og Yung Nico. Aron Ingi Gestsson
Tónleikar á Íslandi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“