Bíó og sjónvarp

Frum­sýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kafað er í sögu barna sem lentu á vistheimilum og átakanlega sögu þeirra.
Kafað er í sögu barna sem lentu á vistheimilum og átakanlega sögu þeirra.

Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur.

Síðar kom á daginn að mörg barnanna mættu miklu harðræði meðan á dvölinni stóð. Hver rannsóknarnefndin á fætur annarri hefur verið skipuð og niðurstaðan hefur nær undantekningarlaust verið sú sama. Kerfið brást þessum börnum.  

Í þáttunum Vistheimilin verður sagt frá nokkrum slíkum upptökuheimilum. Rætt er við fyrrverandi starfsfólk, einstaklinga sem dvöldu á slíkum stofnunum og aðstandendur þeirra. Fólkið sem lifði af fær loksins að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum. Þáttaröðin verður frumsýnd á Stöð 2 þann 5. maí. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×