Tónlist

„Það má segja að þetta sé í raun sorg og upp­gjör“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi. Hann gefur út sína þriðju plötu sem heitir Refur í vor.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi. Hann gefur út sína þriðju plötu sem heitir Refur í vor.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gaf út lagið Ský á miðnætti sem er önnur smáskífan af tilvonandi plötu hans Refur sem kemur út á vormánuðum. Hann segir lagið vera dramatískt popplag sem flestir ættu að geta tengt við.

„Lagið er samið um tvær sögur sem fléttast saman í eitt. Fyrri hlutinn er um brostna vináttu og sá seinni um ástarmóment sem hvarf. Það má segja að þetta sé í raun sorg og uppgjör,“ segir Logi:

„Ég hef alltaf verið frekar dramatískur poppari í mínum lagasmíðum og er þetta eiginleg framhald af því. Það er svo auðvelt að semja um þessar tilfinningar sem snerta okkur á þennan hátt. Þetta eru hálfgjör ljóð sem maður grípur úr samtímanum og leikur sér síðan með.“ 

Hér má heyra lagið hans Ský:

Klippa: Ský - Logi Pedro

Ský er fyrsta lag plötunnar Refur sem kemur út á vormánuðum. Með honum á plötunni eru tónlistarmenn í fremstu röð, GDRN, Huginn og Flóni, og bætast enn fleiri við flóruna á næstunni.

Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi sem tónlistarmaður bæði í hljómsveitunum Retro Stefson, Sturla Atlas og 101 Boys og undir eigin nafni.

Hann hefur hlotið yfir tuttugu tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunna ásamt því að njóta vinsælda sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Undanfarin ár hefur Logi einnig notið vinsælda sem hönnuður en hann hefur komið að verkefnum hjá 66 Norður, Plastplan og Ranra.


Tengdar fréttir

„Ég held það sé ekkert annað í boði“

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×