Lífið

Gras­rót VG lík­lega grátandi en í stuði á sama tíma

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir kynnti forsetaframboðið fyrr í dag.
Katrín Jakobsdóttir kynnti forsetaframboðið fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Líkt og alþjóð veit tilkynnti Katrín fyrr í dag að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra og segja af sér þingmennsku. Hún hefur sett stefnuna á forseta Íslands og sagði í samtali við fréttastofu að hún hefði verið búin að taka ákvörðun um að bjóða sig ekki fram að nýju til Alþingis.

Eins og gefur að skilja eru skiptar skoðanir á ákvörðuninni. Sumir eru ánægðir, aðrir óánægðir og þá eru þeir sem einfaldlega snúa öllu saman upp í grín. Hér að neðan ber að líta nokkrar færslur af samfélagsmiðlum um ákvörðun Katrínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×