Ítalski píanistinn Maurizio Pollini látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 12:36 Maurizio Getty/VIncenzo Lombardo Margrómaði píanistinn Maurizio Pollini lést í gær 23. mars 82 ára að aldri. Tilkynning barst í gær frá óperuhúsinu í Mílanó, La Scala, þar sem hann var tíður flytjandi. Pollini hefur heillað alþjóð með píanóleik sínum í rúmlega sextíu ár. Hann naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna. Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir. Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir.
Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira