Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti og margt fleira

Siggeir Ævarsson skrifar
West Ham og Chelsea mætast í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag. Dagný Brynjarsdóttir verður þó fjarri góðu gamni þar sem hún er í fæðingarorlofi
West Ham og Chelsea mætast í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag. Dagný Brynjarsdóttir verður þó fjarri góðu gamni þar sem hún er í fæðingarorlofi Vísir/Getty

Þó svo að það sé landsleikjahlé í gangi sem hefur áhrif á flestar stóru deildirnar í knattspyrnu þá má engu að síður finna sér eitt og annað til að horfa á á rásum Stöðvar 2 Sport í dag

Stöð 2 Sport

Upphitunin fyrir Bestu deild karla heldur áfram klukkan 20:00 en þá er komið að Lengsta undirbúningstímabili í heimi í umsjón Baldurs Sigurðssonar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17:20 hefst bein útsending frá leik Joventut Badalona og Barca í spænsku ACB deildinni. Körfuboltinn heldur svo áfram kl. 19:30 þegar leikurClippers og 76ers í NBA deildinni er á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá LPGA mótaröðinni hefst klukkan 22:00 - Fir Hills SeRi Pak Championship

Vodafone Sport

Klukkan 13:55 er komið að þýska handboltanum og leik Leipzig og Eisenach

Síðan tekur enska úrvalsdeildin við, kvennamegin. Klukkan 16:25 er það leikur West Ham og Chelsea og klukkan 18:40 mætast Aston Villa og Arsenal.

Deginum á Vodafone Sport verður svo lokað með tennis en kl. 23:00 er komið að Premier Padel mótinu í Acapulco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×