Sport

Engin meiðsli að plaga Guð­laug Victor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor er einn af okkar allra reynslumestu leikmönnum.
Guðlaugur Victor er einn af okkar allra reynslumestu leikmönnum.

Guðlaugur Victor Pálsson æfði ekki með íslenska landsliðinu í Búdapest í dag. Ástæðan fyrir því að hann æfði ekki var einfaldlega þreyta.

„Þetta snerist bara um að fá einn extra dag í hvíld. Ég er vanur því að vera rólegur tveimur til þremur dögum eftir leiki. Þetta er búið að vera rosalega langt tímabil hjá mér og ég búinn að spila mikið af leikjum. Ég finn bara svona til í líkamanum eftir leikinn og vildi bara taka skynsemina á þetta og leyfa líkamanum aðeins að slaka á.“

Guðlaugur lék allan leikinn gegn Ísrael og það í öftustu víglínu. Hann ætti því að vera klár fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á þriðjudagskvöldið í Póllandi. Hreinn úrslitaleikur um sæti á EM í Þýskalandi í sumar.

„Ég er ekki meiddur,“ sagði Guðlaugur og hló.

Klippa: Engin meiðsli að plaga Guðlaug Victor

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×