Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 13:35 Filippseyskir sjóliðar nota belgi til að koma í veg fyrir skemmdir. AP/Strandgæsla Filippseyja Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum. Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi. Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ráðamenn í Manilla saka Kínverja um ólöglegar og hættulegar aðgerðir. Þeir segja atvikið gefa til kynna að Kínverjar hafi lítinn áhuga á viðræðum og því að reyna að draga úr spennu á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Verið var að flytja birgðir til hermanna sem halda til í flaki skips við Second Thomas-grynningarnar í Suður-Kínahafi, þegar kínverska strandgæslan reyndi að koma í veg fyrir það. Umræddu skipi var siglt í strand við grynningarnar árið 1999 til að festa tilkall Filippseyja til grynninganna. Þær eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja. Sambærilegt atvik átti sér stað í október. Þá voru Filippseyingar einni að flytja birgðir til hermannanna. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Forsvarsmenn kínversku strandgæslunnar segja að gripið hafi verið til eðlilegra viðbragða við „ólöglegri“ siglingu skipa inn á yfirráðasvæði þeirra. Ráðamenn í Kína hafa krafist þess að strandaða skipið við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Filippseyingar segjast hins vegar ekki ætla að gefa eftir undan þrýstingi frá Kína. Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur ítrekað lagt fram kvartanir vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi.
Suður-Kínahaf Filippseyjar Kína Tengdar fréttir Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24 Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10 Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Kennir erlendum hryðjuverkamönnum um Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja vill meina að erlendir hryðjuverkamenn beri ábyrgð á sprengingu sem varð í borginni Marawi. 3. desember 2023 09:24
Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. 28. október 2023 11:10
Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segjast hafa fjarlægt flotgirðingu sem Kínverjar komu fyrir við vinsælar fiskislóðir í Suður-Kínahafi. Kínverjar höfðu komið girðingunni fyrir til að koma í veg fyrir að sjómenn frá Filippseyjum kæmust að Scarborough-rifi. 25. september 2023 15:29
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35