Sport

Dag­skráin í dag: Luka, Steph, Serie A og ná­granna­slagur í Lundúnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka og félagar eru í beinni.
Luka og félagar eru í beinni. Cole Burston/Getty Images

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 11.55 mætast Vestri og Breiðablik í Bestu deild karla í knattspyrnu. Vestri er nýliði í Bestu deildinni á komandi leiktíð á meðan Blikar stefna á að vera í toppbaráttu.

Klukkan 20.00 er komið að Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Þar verður fylgst með undirbúningi liða fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.20 mætast Hellas Verona og Sassuoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla, í knattspyrnu. Klukkan 13.50 er komið að Empoli og Cagliari. Klukkan 16.50 mætast Atalanta og Bologna. Ítalíumeistarar Napolí taka á móti Juventus klukkan 19.35.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.00 mætast Dallas Mavericks og Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta. Klukkan 20.30 mætast svo Boston Celtics og Golden State Warriors.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.20 er komið að leik Barca og Zaragoza í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni.

Vodafone Sport

Klukkan 12.25 mætast nágrannarnir og erkifjendurnir í Arsenal og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 14.30 mætast Köln og topplið Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Klukkan 17.55 mætast Leicester City og Englandsmeistarar Chelsea í ensku úrvalsdeild kvenna.

Klukkan 21.55 og 01.30 fara fram leikir í 8-liða úrslitum CONCACAF Gold Cup í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×