Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slit enska deildar­bikarsins, Lakers, Serie A og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp og Liverpool eru í beinni í dag.
Klopp og Liverpool eru í beinni í dag. Vísir/Getty

Það er íþróttaveisla á boðstólnum hjá Stöð 2 Sport þennan sunnudaginn. Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum enska deildarbikarsins, það er Íslendingaslagur í Þýskalandi, það er fjöldinn allur af leikjum á Ítalíu sem og leikur úr NBA- og NHL-deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.20 er leikur Juventus og Frosinone í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá. Klukkan 13.50 er komið að leik Cagliari og Ítalíumeisturum Napolí í Serie A.

Klukkan 18.00 er stórleikur Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá. Klukkan 20.30 er leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.50 mætast Lecce og topplið Inter frá Mílanó í Serie A. Klukkan 19.35 er komið að nágrönnum Inter í AC Milan og Atalanta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 13.50 mætast Toulouse og Lille í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson spilar með Lille.

Vodafone Sport

Klukkan 12.20 mætast Fortuna Düsseldorf og Hansa Rostock í þýsku B-deildinni í knattspyrnu. Um Íslendingaslag er að ræða en Ísak Bergmann Jóhannesson spilar með Düsseldorf og Sveinn Aron Guðjohnsen með Rostock.

Klukkan 14.15 hefst upphitun fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins en þar mætast Liverpool og Chelsea. Leikurinn hefst kl. 15.00. Að leik loknum verður hann gerður upp í uppgjörsþætti enska deildarbikarsins.

Klukkan 20.35 er komið að Pittsburgh Penguins og Philadelphia Flyers í NHL-deildinni í íshokkí. Anaheim Ducks taka svo á móti Nashville Predators í sömu deild klukkan 01.05.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×