Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Vésteinn Valgarðsson er forstöðumaður lífsskoðunarfélagsins Díamat. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira