Sport

Dag­skráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn, Lengjubikarinn og margt fleira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar heimsækja Álftanes í kvöld.
Keflvíkingar heimsækja Álftanes í kvöld. Vísir/Vilhelm

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á ellefu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum á þessum fína föstudegi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Spurningaþátturinn Heiðursstúkan verður á sínum stað klukkan 18:20 áður en við færum okkur yfir í körfuboltann þar sem Álftanes tekur á móti Keflavík í Subway-deild karla klukkan 19:00.

Að leik loknum verður Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn á heima á Stöð 2 Sport 2 og í kvöld eru tveir leikir á dagskrá. Torino tekur á móti Lecce klukkan 17:50 áður en bein útsending frá viðureign Inter og Salernitana hefst klukkan 19:55.

Stöð 2 Sport 3

Tveir leikir í spænsku bikarkeppninni í körfubolta verða á dagskrá á Stöð 2 Sport 3 í dag og við hefjum leik á viðureign Barca og BAXI klukkan 16:50. Klukkan 19:50 er svo komið að viðureign Unicaja og Tenerife.

Stöð 2 Sport 5

Lengjubikarinn heldur áfram að rúlla og klukkan 17:10 eigast Þór/KA og Víkingur við í Lengjubikar kvenna áður en KA og ÍA mætast karlamegin klukkan 19:25.

Vodafone Sport

Aramco Saudi Ladies International á LET-mótaröðinni heldur áfram frá klukkan 09:55 og klukkan 19:50 er komið að viðureign Chelsea og Manchester City í kvennaboltanum á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×